Ecoegg

Ecoegg var stofnað til að búa til vörur sem eru án sterkra efna, eru umhverfisvænar, húðvænar og á góðu verði.

Þvottaeggið frá Ecoegg hefur unnið til verðlauna en það kemur í stað þvottaefnis. Eggið er einfaldlega sett í tromlu þvottavélarinnar og vélin sett í gang. Í egginu eru tvær gerðir af steinefnaperlum sem saman framleiða öflugt en náttúrlegt hreinsiefni. Ecoegg er stutt af Allergy UK og National Eczema Society og hentar jafnvel viðkvæmustu húðgerðum.

 Ecoegg er umhugað um umhverfið og er sífellt að reyna að minnka umhverfisáhrif og notkun á einnota plasti.

 Vörurnar eru ónæmisprófaðar og henta fyrir viðkvæmustu húðgerðir.

 Minnka notkun á einnota plasti með því að nota áfyllanlegt þvottaegg sem dugar í um 10 ár.

 Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum og engar dýraafurðir eru notaðar í vörurnar frá Ecoegg.

 Vörurnar frá Ecoegg eru án allra óæskilegra efna svo þú getur notað þær áhyggjulaus.

 Ecoegg fékk viðurkenningu frá Bresku ónæmissamtökunum árið 2011 og heldur henni enn í dag.

 Þvottaeggið er úr BPA fríu plasti og er endurvinnanlegt (flokkur 5) og þvottaperlurnar innihalda enga pálmaolíu, SLS, SLES, paraben, olíur, ensím, fosföt eða örtrefjaplast.

Umbúðirnar eru FSC vottaðar, það þýðir að þær koma úr sjálfbærum skógum og eru endurvinnanlegar. Blekið í prentuninni er unnið úr grænmeti og án jarðolíu.

Vörumerkin okkar