Squooshi

Það eru margir kostir sem fylgja endurnýtanlegu skvísunum frá Squooshi.

Með því að útbúa sjálf innihaldið vitum við nákvæmlega hvað við erum að gefa börnunum okkar að borða.

Skvísurnar eru vistvænar vegna þess að þær er hægt að nota aftur og aftur.

Stór riflás á botninum svo auðvelt er að nota skeið til að setja matinn í skvísurnar, önnur áhöld eru ekki nauðsynleg en áfyllingarstöðin auðveldar verkið til muna.

Auðvelt að þrífa og þurrka: Riflás á botninum og rúnnað form á skvísunum gera það að verkum að hægt er að láta vatn renna í gegnum þær. Riflásinn er stór svo hægt er að halda skvísunum opnum og láta þorna sem kemur í veg fyrir að í þeim myndist mygla.

Skvísurnar eru frostþolnar og þær má setja í uppþvottavél.

Flestar tegundir skeiða og gúmmítappa fyrir skvísur passa á fæðupokana frá Squooshi.

Án eiturefna: BPA-, blý-, þalat- og PVC laust.

Merkimiðar: Hægt að merkja innihaldið með dagsetningu og innihaldslýsingu og líma merkimiðana á skvísurnar. Miðarnir leysast upp í vatni.

 

Vörumerkin okkar