Ecoegg djúphreinsi töflur fyrir þvottavélar - 6 stykki
Áður en byrjað er að nota Ecoegg þvottaeggið er mælt með að djúphreinsa þvottavélina með detox töflunum frá Ecoegg.
- Töflur til að hreinsa þvottavélina.
- Fjarlægir sápuskán og kalkbletti.
- Fjarlægir lykt.
Til að þvottavélar starfi sem best þarf að djúphreinsa þær reglulega. Mælt með að gera það á um hálfs árs fresti og því dugir pakkinn í 3 ár.
Notkun:
- Takið eina töflu úr umbúðunum og setjið beint inn í tromluna á þvottavélinni. Stillið þvottavélina á heitasta og lengsta prógram sem vélin býður upp á. Hafið ekkert annað í tromlunni fyrir utan detox töfluna á meðan á hreinsun stendur.